Innlent

Húsið byrjaði að vagga

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfsmaður UN Women í Japan, var stödd í Osaka þegar jarðskjálftinn reið yfir og sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir honum. Hún var í miðri ræðu á hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þegar hún segir húsið hafa byrjað að vagga.

Steinunn segir að um tvöhundruð manns hafi verið staddir á hátíðarhöldunum og fólk hafi setið áfram og klárað að hlusta á ræðuna þrátt fyrir að einhverjir hafi byrjað að kalla jarðskjálfti. Hún segir fólk almennt vera rólegt enda áhrifin ekki hafa verið mikil í Osaka sem er um 400 km frá Tókýó.

„Ég var að koma frá Tókýó og er fegin að hafa ekki verið stödd þar í dag því borgin er víst búin að leika á reiðiskjálfi í allan dag" segir Steinunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×