Danska stjórnin hefur hækkað skatta 295 sinnum 10. mars 2011 10:24 Danska ríkisstjórnin hefur hækkað skatta í Danmörku 295 sinnum eða að meðaltali tvisvar á mánuði þau tíu ár sem stjórnin hefur verið við völd. Samt sem áður hefur skattastopp verið einn af hornsteinum í pólitík hægri flokkanna frá því að þeir náðu völdum árið 2001. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Þar segir að þessar skattahækkanir séu tvöfalt fleiri en þær sem Anders Fogh Rasmussen þáverandi formaður Venstre sakaði jafnaðarmenn um í kosningabaráttunni árið 2001. „Á stjórnartíð Nyrup hafa skattar og gjöld hækkað einu sinni á mánuði. Það er kominn tími til að breyta því,“ skrifaði Anders Fogh Rasmussen í Politiken fyrir áratug síðan. Bent Greve prófessor í samfélagsfræðum við háskólann í Árósum segir að mikill fjöldi skattahækkana sé ekki óeðlilegur í sjálfu sér en komi verulega á óvart þegar litið er til stefnunnar um skattastopp. Mads Röring talsmaður Venstre í skattamálum bendir á að þrátt fyrir fjölda skattahækkana hafi skattbyrði almennings í Danmörku í heild lækkað úr 48,6% af landsframleiðslu landsins og niður í 46,4% á síðasta ári. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkisstjórnin hefur hækkað skatta í Danmörku 295 sinnum eða að meðaltali tvisvar á mánuði þau tíu ár sem stjórnin hefur verið við völd. Samt sem áður hefur skattastopp verið einn af hornsteinum í pólitík hægri flokkanna frá því að þeir náðu völdum árið 2001. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Þar segir að þessar skattahækkanir séu tvöfalt fleiri en þær sem Anders Fogh Rasmussen þáverandi formaður Venstre sakaði jafnaðarmenn um í kosningabaráttunni árið 2001. „Á stjórnartíð Nyrup hafa skattar og gjöld hækkað einu sinni á mánuði. Það er kominn tími til að breyta því,“ skrifaði Anders Fogh Rasmussen í Politiken fyrir áratug síðan. Bent Greve prófessor í samfélagsfræðum við háskólann í Árósum segir að mikill fjöldi skattahækkana sé ekki óeðlilegur í sjálfu sér en komi verulega á óvart þegar litið er til stefnunnar um skattastopp. Mads Röring talsmaður Venstre í skattamálum bendir á að þrátt fyrir fjölda skattahækkana hafi skattbyrði almennings í Danmörku í heild lækkað úr 48,6% af landsframleiðslu landsins og niður í 46,4% á síðasta ári.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira