Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum 10. mars 2011 08:50 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira