Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis fékk í gær afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde meðan hann var forsætisráðherra.
Um er að ræða um 40 þúsund skjöl og minnisblöð.
Í samtali við fréttastofu sagði Sigríður að í gögnunum væru 17-18 þúsund tólvupóstar sem hún, ásamt tveimur aðstoðarmönnum hennar, munu fara yfir á næstu vikum.
Stefnt er að því gefa út ákæruskjal á hendur Geir Haarde fyrir páska sem lagt verður fyrir Landsdóm. Í framhaldi verður honum stefnt og málið svo þingfest þremur vikum síðar.
