Skoðun

Gjör rétt – þol ei órétt

Friðgeir Haraldsson skrifar
Látum ei fornar nýlenduþjóðir beygja okkur vegna óráðsíu og siðleysis í einkafyrirtæki, en rök eru öll okkar megin þar sem þetta er helzt;

1. Þeir sem gerst þekkja til Icesave-málsins telja að bótaskylda sé ekki til staðar frá þjóðinni.

2. Hví forðast viðsemjendur málsókn eins og heitan eldinn?

3. Hvað hafa brezkir valdið miklu tjóni með hryðjuverkalögum og yfirtöku á banka – sennilega margföld Icesave-krafan.

4. Hví skulum við ekki standa stolt, óbeygð og óbuguð, eins og þegar við færðum út landhelgina og lögðum heimsveldið.

5. Verði dæmt í málinu, eru yfirgnæfandi líkur á sigri.

6. Hví að skuldfæra fædda sem ófædda Íslendinga um langa framtíð um óþekkta upphæð, sem gæti verið allt að 200 milljarðar, sem er um 600 þús. á hvert mannsbarn í landinu.

7. Fólk erlendis verður stolt af okkur ef við fellum þennan ósóma, því víða er fólk að súpa seyðið af alls konar fjármálasukki.

Nú í júní eru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, sem keikur gekk gegn nýlenduherrum og megum við ekki vanvirða og smána minningu hans með því að samþykkja þessi ólög. Heldur skal í minni og heiðri haft hans mottó: Að vera sverð Íslands, sómi þess og skjöldur.

 




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×