En hvað með Gunnu og Jón, Guðmundur? Viktor J. Vigfússon skrifar 28. mars 2011 10:18 Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun