Á barnið mitt að borga Icesave III? Þôrhallur Hákonarson skrifar 28. mars 2011 08:58 Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar