Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. mars 2011 20:54 Justin Shouse. Mynd/Valli Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira