Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu 24. mars 2011 09:07 Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. Eldsneytisverð hefur rokið upp í hæstu hæðir í Bretlandi eins og hér á landi og tóku bíleigendur fregnunum því fagnandi en breytingin tekur gildi strax í dag. Þá kynnti Osborne nýtt kerfi til þess að reikna út skattinn á eldsneyti sem virkar þannig að skatturinn lækkar þegar heimsmarkaðsverðið hækkar en hækkar síðan aftur þegar verðið lækkar. Þetta er gert til þess að sveiflu í heimsmarkaðsverði komi síður niður á neytendum. Dísellítrinn í Bretlandi hefur aldrei verið dýrari en nú um stundir og kostar hann um 260 krónur íslenskar. Bensínið er aðeins ódýrara og kostar lítrinn tæpar 250 krónur. Fyrir ári síðan kostaði dísellítrinn um 217 krónur og bensínið um 215 krónur. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. Eldsneytisverð hefur rokið upp í hæstu hæðir í Bretlandi eins og hér á landi og tóku bíleigendur fregnunum því fagnandi en breytingin tekur gildi strax í dag. Þá kynnti Osborne nýtt kerfi til þess að reikna út skattinn á eldsneyti sem virkar þannig að skatturinn lækkar þegar heimsmarkaðsverðið hækkar en hækkar síðan aftur þegar verðið lækkar. Þetta er gert til þess að sveiflu í heimsmarkaðsverði komi síður niður á neytendum. Dísellítrinn í Bretlandi hefur aldrei verið dýrari en nú um stundir og kostar hann um 260 krónur íslenskar. Bensínið er aðeins ódýrara og kostar lítrinn tæpar 250 krónur. Fyrir ári síðan kostaði dísellítrinn um 217 krónur og bensínið um 215 krónur.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira