Roman Abramovich elskar stangarstökk 21. mars 2011 14:35 Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar. Í frétt í Politiken segir að Abramovich hafi ákveðið að standa undir kostnaðinum við að endurbæta innanhúsíþróttahöllina í borginni Volgograd og þá einkum svo að stangarstökksstjarnan Jelena Isinbajeva, sem þar er búsett, geti stundað æfingar allan ársins hring. Þau Jelena, sem er núverandi heimsmetshafi í stangarstökki og Ambramovich eru vel kunn hvort öðru en þau hittust fyrst á síðasta ári þegar Rússar voru að tryggja sér HM í fótbolta árið 2018. Það fylgir fréttinni að Jelena sé ekki sú eina sem njóta mun góðs af endurbótunum á íþróttahöllinni því bæði langstökkvarinn Tatjana Lebedeva og hástökkvarinn Jelena Slesarenko búa í Volgograd og geta því nýtt sér hina endurbættu aðstöðu. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar. Í frétt í Politiken segir að Abramovich hafi ákveðið að standa undir kostnaðinum við að endurbæta innanhúsíþróttahöllina í borginni Volgograd og þá einkum svo að stangarstökksstjarnan Jelena Isinbajeva, sem þar er búsett, geti stundað æfingar allan ársins hring. Þau Jelena, sem er núverandi heimsmetshafi í stangarstökki og Ambramovich eru vel kunn hvort öðru en þau hittust fyrst á síðasta ári þegar Rússar voru að tryggja sér HM í fótbolta árið 2018. Það fylgir fréttinni að Jelena sé ekki sú eina sem njóta mun góðs af endurbótunum á íþróttahöllinni því bæði langstökkvarinn Tatjana Lebedeva og hástökkvarinn Jelena Slesarenko búa í Volgograd og geta því nýtt sér hina endurbættu aðstöðu.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira