Icesave - Lagalegar afleiðingar synjunar Frosti Sigurjónsson skrifar 21. mars 2011 12:01 Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar