Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið Henry Birgir Gunnarsson í Stykkishólmi skrifar 31. mars 2011 20:28 Jovan Zdravevski Mynd/Vilhelm Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51
Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45