Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu 30. mars 2011 11:19 Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að álagsprófið muni skera úr um hvort fyrrgreindir tveir bankar lendi í sömu örlögum og fjórir aðrir af stærstu bönkum landsins. Samkvæmt áliti tíu greinenda sem Bloomberg leitaði til eru allar líkur á að írsk stjórnvöld muni krefjast þess að bankar landsins útvegi sér 27,5 milljarða evra, eða tæplega 4,500 milljarða kr., í auknu eiginfé. Stjórnvöld hafa lofað bönkunum að leggja þeim til eiginfé ef þeir geta ekki aflað þess sjálfir. Niall O´Connor greinandi hjá Credit Susisse telur að írsk stjórnvöld neyðist til þess að yfirtaka 60% af Bank of Ireland, stærsta banka landsins. Fyrir álagsprófið sem birt verður á morgun höfðu eftirlitsaðilar gert þá kröfu að Bank of Ireland útvegaði sér 1,4 milljarð evra í nýju eiginfé. Þetta er nokkuð meira en nemur núverandi markaðsvirði bankans sem er 1,3 milljarður evra. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að álagsprófið muni skera úr um hvort fyrrgreindir tveir bankar lendi í sömu örlögum og fjórir aðrir af stærstu bönkum landsins. Samkvæmt áliti tíu greinenda sem Bloomberg leitaði til eru allar líkur á að írsk stjórnvöld muni krefjast þess að bankar landsins útvegi sér 27,5 milljarða evra, eða tæplega 4,500 milljarða kr., í auknu eiginfé. Stjórnvöld hafa lofað bönkunum að leggja þeim til eiginfé ef þeir geta ekki aflað þess sjálfir. Niall O´Connor greinandi hjá Credit Susisse telur að írsk stjórnvöld neyðist til þess að yfirtaka 60% af Bank of Ireland, stærsta banka landsins. Fyrir álagsprófið sem birt verður á morgun höfðu eftirlitsaðilar gert þá kröfu að Bank of Ireland útvegaði sér 1,4 milljarð evra í nýju eiginfé. Þetta er nokkuð meira en nemur núverandi markaðsvirði bankans sem er 1,3 milljarður evra.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira