Bréf til Alþingis Salvör Nordal skrifar 30. mars 2011 09:15 Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar