Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti í morgun glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi í undanrásum á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina.
Eygló synti 200 metrana á 2:15,25 mínútum en hún var að bæta sitt eigið met frá því í mars. Lágmarkið á HM í þessari grein er 2:16,01 þannig að Eygló Ósk synti vel undir því.
Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti einnig undir HM lágmarkinu í 100m skriðsund í undanrásum þegar hún fór 100 metrana á 56,27 sekúndum. Lágmarkið á HM er 56,60 sekúndur en Íslandsmet Ragnheiðar í greininni er 55,66 sekúndur.
Ólöf Edda Eðvarðssdóttir (14 ára) úr ÍRB setti glæsilegt telpnamet í 400m fjórsundi þegar hún gerði sér lítið fyrir og var fyrst allra á 5:08,44 mínútum. Gamla metið var 5:16,56 mínútur og átti Soffía Klemenzdóttir úr ÍRB það frá árinu 2007.
Eygló Ósk með Íslandsmet í 200 metra baksundi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti