Icesave með augum íslenskrar móður Stefanía Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2011 13:04 Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar