Já er svarið í Icesave Friðrik Indriðason skrifar 7. apríl 2011 09:10 Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun