Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu 15. apríl 2011 12:18 Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í mars nam hún 3,1% en hafði verið 2,9% mánuðinn á undan. Líkt og undanfarna mánuði á þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í mars síðastliðnum rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Þannig hefur liðurinn ferðir og flutningar hækkað mest (um 5,6%) á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu en einnig hefur töluverð hækkun verið á húsaleigu, hita og rafmagni (5,1%) og svo áfengi og tóbaki (3,6%). Þannig má rekja þessa hækkun til eldsneytisverðs (+0,60 prósentustig í vísitölunni), olíu til hitunar (+0,24) og rafmagns og gas (+0,10) en þessir þættir höfðu mestu hækkunaráhrifin á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í mars í Rúmeníu (8,0%), næstmest í Eistlandi (5,1%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%) og Ungverjalandi (4,6%). Að þessu sinni var verðbólgan minnst í Noregi (0,9%) og svo í Sviss (1,0%). Verðbólgan hér á landi miðað við samræmdu vísitöluna mældist 2,3% í mars og er þar með óbreytt frá því í febrúar. Þetta er í þriðji mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í mars nam hún 3,1% en hafði verið 2,9% mánuðinn á undan. Líkt og undanfarna mánuði á þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í mars síðastliðnum rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Þannig hefur liðurinn ferðir og flutningar hækkað mest (um 5,6%) á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu en einnig hefur töluverð hækkun verið á húsaleigu, hita og rafmagni (5,1%) og svo áfengi og tóbaki (3,6%). Þannig má rekja þessa hækkun til eldsneytisverðs (+0,60 prósentustig í vísitölunni), olíu til hitunar (+0,24) og rafmagns og gas (+0,10) en þessir þættir höfðu mestu hækkunaráhrifin á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í mars í Rúmeníu (8,0%), næstmest í Eistlandi (5,1%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%) og Ungverjalandi (4,6%). Að þessu sinni var verðbólgan minnst í Noregi (0,9%) og svo í Sviss (1,0%). Verðbólgan hér á landi miðað við samræmdu vísitöluna mældist 2,3% í mars og er þar með óbreytt frá því í febrúar. Þetta er í þriðji mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent