Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Hafsteinn Hauksson skrifar 15. apríl 2011 11:49 Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti breska vikublaðsins The Economist, en í einu leiðaraplássi þess er fjallað um Icesave atkvæðagreiðsluna síðastliðna helgi. Þar segir blaðið að Íslendingar hafi litið til Bjarts í Sumarhúsum, hetju Halldórs Laxness, við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem hvöttu til þess að lögin yrðu felld hafi efast um lagalega skyldu Íslendinga til að endurgreiða Bretum og Hollendingum vegna falls Landsbankans, en ekki síður hafi verið um óhlýðni við valdboð stórþjóðanna að ræða. Þannig hafi verið hálf stórbrotið hvernig Íslendingar hafi staðið í fæturnar gagnvart voldugri þjóðum, og gagnvart þeim leiðum sem önnur ríki hafa farið til að eiga við efnahagsvanda. Til samanburðar nefnir blaðið Íra, sem fóru þá leið að bjarga bankakerfinu sínu, meðan Íslendingar leyfðu allri starfsemi bankanna erlendis að falla. Economist útskýrir þetta sem svo að Írsku bankarnir hafi verið of stórir til að falla, en þeir íslensku of stórir til að bjarga þeim. Vegna þessa séu horfur um margt betri á Íslandi en á Írlandi. Blaðið segir einnig að Vinstrimenn í írska þinginu krefjist þess nú að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið, og að portúgalskir mótmælendur kalli einnig eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir í ríkisfjármálum þar í landi. Þeir segja að himinn og jörð hafi ekki farist á Íslandi þrátt fyrir að Icesave-samningnum hafi verið hafnað. Blaðið vitnar þrátt fyrir það til bæði íslenskra og írskra hagfræðinga sem lýsa efasemdum um þessa íslensku leið. Þar er klykkt út með því að rétta svarið liggi líklegast mitt á milli þess að ábyrgjast bankakerfið í heild sinni, líkt og Írar, og að leyfa því að falla, líkt og Íslendingar gerðu. Þess er svo að lokum minnst að jafnvel sjálfstæðisviðleitni Bjarts í sumarhúsum hafi að lokum leitt hann til glötunar.Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti breska vikublaðsins The Economist, en í einu leiðaraplássi þess er fjallað um Icesave atkvæðagreiðsluna síðastliðna helgi. Þar segir blaðið að Íslendingar hafi litið til Bjarts í Sumarhúsum, hetju Halldórs Laxness, við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem hvöttu til þess að lögin yrðu felld hafi efast um lagalega skyldu Íslendinga til að endurgreiða Bretum og Hollendingum vegna falls Landsbankans, en ekki síður hafi verið um óhlýðni við valdboð stórþjóðanna að ræða. Þannig hafi verið hálf stórbrotið hvernig Íslendingar hafi staðið í fæturnar gagnvart voldugri þjóðum, og gagnvart þeim leiðum sem önnur ríki hafa farið til að eiga við efnahagsvanda. Til samanburðar nefnir blaðið Íra, sem fóru þá leið að bjarga bankakerfinu sínu, meðan Íslendingar leyfðu allri starfsemi bankanna erlendis að falla. Economist útskýrir þetta sem svo að Írsku bankarnir hafi verið of stórir til að falla, en þeir íslensku of stórir til að bjarga þeim. Vegna þessa séu horfur um margt betri á Íslandi en á Írlandi. Blaðið segir einnig að Vinstrimenn í írska þinginu krefjist þess nú að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið, og að portúgalskir mótmælendur kalli einnig eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir í ríkisfjármálum þar í landi. Þeir segja að himinn og jörð hafi ekki farist á Íslandi þrátt fyrir að Icesave-samningnum hafi verið hafnað. Blaðið vitnar þrátt fyrir það til bæði íslenskra og írskra hagfræðinga sem lýsa efasemdum um þessa íslensku leið. Þar er klykkt út með því að rétta svarið liggi líklegast mitt á milli þess að ábyrgjast bankakerfið í heild sinni, líkt og Írar, og að leyfa því að falla, líkt og Íslendingar gerðu. Þess er svo að lokum minnst að jafnvel sjálfstæðisviðleitni Bjarts í sumarhúsum hafi að lokum leitt hann til glötunar.Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira