Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Skúli Magnússon er ritari EFTA dómstólsins. Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli. Icesave Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli.
Icesave Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira