Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Skúli Magnússon er ritari EFTA dómstólsins. Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli. Icesave Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli.
Icesave Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira