Hrafn og Fannar fetuðu í fótspor Gunnars og Einars Bolla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2011 14:15 Einar Bollason var að sjálfsögðu mættur þegar KR-ingar tryggðu sér titilinn í gær. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu. Gunnar Gunnarsson þjálfaði KR-liðið og Einar Bollason var fyrirliði þegar KR-ingar urðu síðast tvöfaldir meistarar árið 1979. KR-liðið vann þá titlana tvo með fimm daga millibili í marsmánuði, fyrst unnu þeir 79-72 sigur á ÍR í bikarúrslitaleiknum 25. mars og fimm dögum seinna tryggðu þeir sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna 77-75 sigur á Val í hreinum úrslitaleik um titilinn. Sá leikur var kveðjuleikur Einars Bollasonar sem er sá eini í sögu KR sem hefur unnið tvöfalt bæði sem þjálfari og svo sem fyrirliði. Einar Bollason hafði gert KR að tvöföldum meisturum sem þjálfari tímabilið 1973-74. Frá árinu 1979 höfðu KR-ingar orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistarar (1990, 2007 og 2009) og tvisvar sinnum bikarmeistarar (1984 og 1991) en aldrei náð því að vinna báða titlana á sama tímabili. Hrafni tókst hinsvegar að enda þá bið á sínu fyrsta ári sem þjálfari KR. Tvöfaldir meistarar í karlakörfunniKR 2011 (Hrafn Kristjánsson þjálfaði liðið)Snæfell 2010 (Ingi Þór Steinþórsson þjálfaði liðið)Keflavík 2004 (Falur Harðarson og Guðjón Skúlason)Keflavík 2003 (Sigurður Ingimundarson)Njarðvík 2002 (Friðrik Ragnarsson)Keflavík 1997 (Sigurður Ingimundarson)Keflavík 1993 (Jón Kr. Gíslason)Njarðvík 1987 (Valur Ingimundarson)Valur 1983 (Tim Dwyer)Valur 1980 (Tim Dwyer)KR 1979 (Gunnar Gunnarsson)Ármann 1976 (Ingvar Sigurbjörnsson)KR 1974 (Einar Bollason) Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu. Gunnar Gunnarsson þjálfaði KR-liðið og Einar Bollason var fyrirliði þegar KR-ingar urðu síðast tvöfaldir meistarar árið 1979. KR-liðið vann þá titlana tvo með fimm daga millibili í marsmánuði, fyrst unnu þeir 79-72 sigur á ÍR í bikarúrslitaleiknum 25. mars og fimm dögum seinna tryggðu þeir sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna 77-75 sigur á Val í hreinum úrslitaleik um titilinn. Sá leikur var kveðjuleikur Einars Bollasonar sem er sá eini í sögu KR sem hefur unnið tvöfalt bæði sem þjálfari og svo sem fyrirliði. Einar Bollason hafði gert KR að tvöföldum meisturum sem þjálfari tímabilið 1973-74. Frá árinu 1979 höfðu KR-ingar orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistarar (1990, 2007 og 2009) og tvisvar sinnum bikarmeistarar (1984 og 1991) en aldrei náð því að vinna báða titlana á sama tímabili. Hrafni tókst hinsvegar að enda þá bið á sínu fyrsta ári sem þjálfari KR. Tvöfaldir meistarar í karlakörfunniKR 2011 (Hrafn Kristjánsson þjálfaði liðið)Snæfell 2010 (Ingi Þór Steinþórsson þjálfaði liðið)Keflavík 2004 (Falur Harðarson og Guðjón Skúlason)Keflavík 2003 (Sigurður Ingimundarson)Njarðvík 2002 (Friðrik Ragnarsson)Keflavík 1997 (Sigurður Ingimundarson)Keflavík 1993 (Jón Kr. Gíslason)Njarðvík 1987 (Valur Ingimundarson)Valur 1983 (Tim Dwyer)Valur 1980 (Tim Dwyer)KR 1979 (Gunnar Gunnarsson)Ármann 1976 (Ingvar Sigurbjörnsson)KR 1974 (Einar Bollason)
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira