Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus 11. maí 2011 08:19 Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer." Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer."
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira