Reiðubúin ef allt fer á versta veg 22. maí 2011 18:45 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Mynd/GVA Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón. Helstu fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón.
Helstu fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira