Aukafréttatími verður á Stöð 2 á slaginu klukkan tólf á hádegi, sunnudaginn 22. maí, vegna eldgossins í Vatnajökli. Eldgosið er mun meira en það var síðast þegar gaus á þessu svæði árið 2004. Flugvél flugfélagsins Ernis flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld og með í för var Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Myndirnar verða sýndar í aukafréttatímanum.
Aukafréttatími vegna eldgossins
Jón Hákon Halldórsson skrifar