"Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag.
„Á mínum tíma í ríkisstjórn lagði ég mig fram um að leysa mín verkefni af heiðarleika með hag þjóðarinnar að leiðarljósi," bætti Geir við en á fremsta bekk situr fjölskylda hans, eiginkona og börn.
Hann sagði að ákæran væri sér þungbær, en minnti þó á það hvernig til hennar hefði verið efnt. Á blaðamannafundi í gær sagði Geir að um væri að ræða pólitíska aðför gegn sér sem þeir Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Atli Gíslason bæru ábyrgð á.
Andri Árnason, verjandi Geirs, segir að dómarar landsdóms séu vanhæfir. Hann fer fram á að þeir víki sæti. Hann segir að ákæruvaldið hafi beitt löggjafarvaldinu fyrir sér til þess að skipa meirihluta dómsins. Dómur verði að vera skipaður áður en að til ákæru er efnt.
Geir: Ég er saklaus
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent