Fótbolti

Zlatan Ibrahimovich með enn eitt gullkornið

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims.
Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims. Nordic Photos/Getty Images
Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims. Nýjasta útspil sænska landsliðsframherjans hefur vakið mikla athygli og flestir fótboltasérfræðingar hafa einfaldlega hlegið þegar þeir hafa heyrt af þessari skoðun framherjans.

Flestir eru á þeirri skoðun að Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona sé sá besti og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid komi þar næstur í röðinni en nafn Zlatan Ibrahimovich er ekki ofarlega á þeim lista.

Í viðtali á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 á sunnudaginn hélt Zlatan því fram að hann væri besti leikmaður heims: „Ég hef alltaf hugsað svona. Annaðhvort ertu sá besti eða þú ert ekki neitt. Að vera annar er eins og vera síðastur í mínum huga," sagði Zlatan Ibrahimovich. Fréttakonan Anna Brolin spurði leikmanninn hvar hann teldi sig vera á þessum lista og svarið var einfalt: „Hvað heldur þú?," sagði Zlatan og brosti. „Það er mín skoðun. Það hafa allir sína skoðun á þessu, ég virði það. Það mikilvægasta er að ég hef komist að þessari niðurstöðu," bætti leikmaðurinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×