Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Boði Logason skrifar 6. júní 2011 20:03 Atli Gíslason Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur. Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur.
Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira