Walker talinn líklegasti kaupandi Iceland 1. júní 2011 08:35 Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar er talinn líklegasti kaupandi hennar en stefnt er að sölu keðjunnar í ár. Eins og fram hefur komið í fréttum virðist töluverður áhugi á því að kaupa Iceland og er 1,5 milljarður punda, eða rúmlega 280 milljarðar kr. nefndur sem kaupverðið. Fjallað er um málið á vefsíðunni thegrocer. Þar er nefnt til sögunnar að þótt skilanefnd Landsbankans ráði yfir rúmlega 66% hlut í Iceland, og Walker og stjórnendur keðjunnar 23%, eigi Walker rétt á að ganga inn í hvaða tilboð sem berst í Iceland. The Grocer hefur eftir háttsettum heimildarmanni í fjármálaheimi London, The City, að Walker sé líklegasti kaupandinn að Iceland eins og staðan sé í dag. Þessi heimildarmaður segir að menn hljóti að velta því fyrir sér af hverju fjárfestir/kaupandi hafi áhuga á að fara í gegnum allt söluferlið ef að Walker geti svo komið í lokin, jafnað kauptilboðið og gengið á brott með Iceland í vasanum. Þá kemur fram í máli þessa heimildamanns að sennilega hefjist söluferlið á Icelandi ekki af alvöru fyrr en í september og muni standa í nokkra mánuði. The Grocer nefnir þá aðila sem helst koma til greina sem kaupendur að Iceland, auk Walker. Þetta eru Morrison verslunarkeðjan sem þegar hefur lýst yfir áhuga sínum. Verslunarkeðjan Asda hefur einnig verið nefnd til sögunnar og Sainsbury mun hafa áhuga á einhverjum eignum Iceland. Hinsvegar telja sérfræðingar að samkeppnisreglur komi í veg fyrir að Tesco geti keypt Iceland. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar er talinn líklegasti kaupandi hennar en stefnt er að sölu keðjunnar í ár. Eins og fram hefur komið í fréttum virðist töluverður áhugi á því að kaupa Iceland og er 1,5 milljarður punda, eða rúmlega 280 milljarðar kr. nefndur sem kaupverðið. Fjallað er um málið á vefsíðunni thegrocer. Þar er nefnt til sögunnar að þótt skilanefnd Landsbankans ráði yfir rúmlega 66% hlut í Iceland, og Walker og stjórnendur keðjunnar 23%, eigi Walker rétt á að ganga inn í hvaða tilboð sem berst í Iceland. The Grocer hefur eftir háttsettum heimildarmanni í fjármálaheimi London, The City, að Walker sé líklegasti kaupandinn að Iceland eins og staðan sé í dag. Þessi heimildarmaður segir að menn hljóti að velta því fyrir sér af hverju fjárfestir/kaupandi hafi áhuga á að fara í gegnum allt söluferlið ef að Walker geti svo komið í lokin, jafnað kauptilboðið og gengið á brott með Iceland í vasanum. Þá kemur fram í máli þessa heimildamanns að sennilega hefjist söluferlið á Icelandi ekki af alvöru fyrr en í september og muni standa í nokkra mánuði. The Grocer nefnir þá aðila sem helst koma til greina sem kaupendur að Iceland, auk Walker. Þetta eru Morrison verslunarkeðjan sem þegar hefur lýst yfir áhuga sínum. Verslunarkeðjan Asda hefur einnig verið nefnd til sögunnar og Sainsbury mun hafa áhuga á einhverjum eignum Iceland. Hinsvegar telja sérfræðingar að samkeppnisreglur komi í veg fyrir að Tesco geti keypt Iceland.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira