Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2011 09:16 Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi. Olíuskýrslan, sem er sú fyrsta í sjö ár, lýsir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í málefnum olíuiðnaðarins, sem er stærsta atvinnugrein Noregs, mælt í verðmætasköpun, útflutningstekjum og skattgreiðslum. Um 200 þúsund manns starfa beint og óbeint við greinina, sem gert hefur Norðmenn að einni auðugustu þjóð veraldar. Boðað er að olíu- og gasvinnsla á hafsvæðum skuli leiða til atvinnusköpunar í landi og að þungamiðja uppbyggingar flytjist til Norður-Noregs, með jákvæðum áhrifum á samfélagið í þeim landshluta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir olíuleit á umdeildum svæðum við Lófót og í Vesturál. Fyrir Íslendinga gæti haft mikla þýðingu í framtíðinni sú áhersla sem norsk stjórnvöld ætla að leggja á hafsvæðið umhverfis Jan Mayen. Nýi orku- og olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að ferlið væri þegar hafið við Jan Mayen og því yrði fram haldið af fullum þunga. Í skýrslunni er tekið fram að óvíst sé hversu miklar auðlindir séu á Jan Mayen svæðinu en sagt að jarðfræðilegar aðstæður til myndunar olíu geti verið til staðar með sama hætti og í Noregshafi og við Austur-Grænland. Þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta möguleika Jan Mayen-svæðisins og það verði gert með frekari hljóðbylgjumælingum og grunnum borunum. Norsk stjórnvöld friðlýstu Jan Mayen árið 2010. Þrátt fyrir friðlýsinguna er nú boðað að nauðsynlegt geti verið að nota Jan Mayen undir tiltekna starfsemi vegna olíuleitar, bæði sem öryggis- og björgunarmiðstöð og einnig sem þjónustumiðstöð og birgðastöð. Nefnd eru dæmi um mannvirki sem þar gæti þurft að byggja; vegir, viðlegukantar, hafnargarðar, olíugeymar, þyrluaðstaða og landtaka fyrir leiðslur. Hérlendis hafa sveitarfélög á Norðausturlandi, Vopnafjörður og Langanesbyggð, lagt drög að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Jan Mayen. Samkvæmt þessu hyggjast Norðmenn ekki láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleit þar. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi. Olíuskýrslan, sem er sú fyrsta í sjö ár, lýsir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í málefnum olíuiðnaðarins, sem er stærsta atvinnugrein Noregs, mælt í verðmætasköpun, útflutningstekjum og skattgreiðslum. Um 200 þúsund manns starfa beint og óbeint við greinina, sem gert hefur Norðmenn að einni auðugustu þjóð veraldar. Boðað er að olíu- og gasvinnsla á hafsvæðum skuli leiða til atvinnusköpunar í landi og að þungamiðja uppbyggingar flytjist til Norður-Noregs, með jákvæðum áhrifum á samfélagið í þeim landshluta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir olíuleit á umdeildum svæðum við Lófót og í Vesturál. Fyrir Íslendinga gæti haft mikla þýðingu í framtíðinni sú áhersla sem norsk stjórnvöld ætla að leggja á hafsvæðið umhverfis Jan Mayen. Nýi orku- og olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að ferlið væri þegar hafið við Jan Mayen og því yrði fram haldið af fullum þunga. Í skýrslunni er tekið fram að óvíst sé hversu miklar auðlindir séu á Jan Mayen svæðinu en sagt að jarðfræðilegar aðstæður til myndunar olíu geti verið til staðar með sama hætti og í Noregshafi og við Austur-Grænland. Þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta möguleika Jan Mayen-svæðisins og það verði gert með frekari hljóðbylgjumælingum og grunnum borunum. Norsk stjórnvöld friðlýstu Jan Mayen árið 2010. Þrátt fyrir friðlýsinguna er nú boðað að nauðsynlegt geti verið að nota Jan Mayen undir tiltekna starfsemi vegna olíuleitar, bæði sem öryggis- og björgunarmiðstöð og einnig sem þjónustumiðstöð og birgðastöð. Nefnd eru dæmi um mannvirki sem þar gæti þurft að byggja; vegir, viðlegukantar, hafnargarðar, olíugeymar, þyrluaðstaða og landtaka fyrir leiðslur. Hérlendis hafa sveitarfélög á Norðausturlandi, Vopnafjörður og Langanesbyggð, lagt drög að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Jan Mayen. Samkvæmt þessu hyggjast Norðmenn ekki láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleit þar.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira