Íslenski boltinn

Guðjón: Það verður að efast um faglegar forsendur KSÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég hefði viljað vinna leikinn en það var augljóst á mínum mönnum að þeir voru þreyttir,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, eftir 2-2 jafntefli við Þróttara í dag.

„Það er mjög stutt síðan að við spiluðum framlengdan leik gegn Íslandsmeisturunum og svo niðurröðun sem KSÍ stóð að fyrir þann leik er ekki að hjálpa okkur. Það verður að efast um faglegar forsendur á þessari ákvarðanatöku“.

„Það virðist vera að hér í Laugardalnum þar sem KSÍ ræður ríkjum er ekki sýnd nein virðing fyrir litlu liðunum“.

Oluwatomiwo Ameobi, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, fékk að líta gula spjaldið í leiknum fyrir heldur litlar sakir og verður því í banni í bikarleiknum gegn Þrótti í 8-liða úrslitunum.

„Ég var ekki ósáttur við dómara leiksins nema þetta eina atvik þegar Tommy (Ameobi) fær gult spjald á sama tíma og það er búið að sparka hann niður allan leikinn. Dómarar virðast hafa einhverja áráttu  að spjalda leikmanninn en hann er komin með fjögur gul spjöld í sumar og hann er framherji“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×