KR er í fínum málum í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á ÍF Fuglafjörður í Færeyjum í kvöld. Það þarf því mikið til að KR komist ekki áfram í næstu umferð.
KR-ingar lentu í vandræðum þegar Dánjal Á Lakjuni kom heimamönnum yfir eftir tæplega tíu mínútna leik.
Topplið Pepsi-deildarinnar rankaði fljótlega við sér og Kjartan Henry Finnbogason jafnaði leikinn á 22. mínútu eftir góðan undirbúning frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni.
Átta mínútum síðar komust KR-ingar yfir þegar Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði. Mark hjá honum í tveimur leikjum í röð.
Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir KR. Gestirnir úr Vesturbænum réðu ferðinni í seinni hálfleik en gekk illa að koma boltanum í netið.
Rúmum tíu mínútum fyrir leikslok brast stíflan. Þá skallaði Smalinn úr Mývatnssveitinni. Baldur Sigurðsson, boltann í netið eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni.
Fleiri urðu mörkin ekki og KR fer með gott veganesti í síðari leikinn.
Fínn sigur hjá KR í Færeyjum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti




Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn




„Ég fer bara sáttur á koddann“
Íslenski boltinn