Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna 14. júlí 2011 08:01 Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun Moody´s setti markaði úr skorðum seint í gærkvöldi vestan hafs og í Asíu í nótt. Miklar sveiflur voru á gengi dollarans og í lokin hafði dollarans veikst nokkuð gagnvart evrunni og jeninu. Sú veiking heldur áfram í morgun. Heimsmarkaðsverð á olíu gaf einnig eftir í nótt eftir að hafa farið hækkandi í gærdag. Ástæða þessar lækkunar eru nýjar tölur frá Bandaríkjunum um rúmlega 3% samdrátt í bensínnotkun þarlendis í síðasta mánuði. Í morgun hefur olíuverðið þó hækkað að nýju. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 118 dollurum. Heimsmarkaðsverð á gull heldur áfram að slá met. Únsan af gulli stendur í rúmum 1.590 dollurum og hefur verðið aldrei verið hærra. Álverðið breyttist lítið á markaðinum í London í gær og lauk deginum í 2.480 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið hefur sveiflast í kringum 2.500 dollara undanfarnar vikur. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun Moody´s setti markaði úr skorðum seint í gærkvöldi vestan hafs og í Asíu í nótt. Miklar sveiflur voru á gengi dollarans og í lokin hafði dollarans veikst nokkuð gagnvart evrunni og jeninu. Sú veiking heldur áfram í morgun. Heimsmarkaðsverð á olíu gaf einnig eftir í nótt eftir að hafa farið hækkandi í gærdag. Ástæða þessar lækkunar eru nýjar tölur frá Bandaríkjunum um rúmlega 3% samdrátt í bensínnotkun þarlendis í síðasta mánuði. Í morgun hefur olíuverðið þó hækkað að nýju. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 118 dollurum. Heimsmarkaðsverð á gull heldur áfram að slá met. Únsan af gulli stendur í rúmum 1.590 dollurum og hefur verðið aldrei verið hærra. Álverðið breyttist lítið á markaðinum í London í gær og lauk deginum í 2.480 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið hefur sveiflast í kringum 2.500 dollara undanfarnar vikur.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira