Evrópa rambar á barmi fjármálahruns 12. júlí 2011 10:06 Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira