Fótbolti

Draumabyrjun KR-inga breyttist í martröð - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Hag
KR-ingar eru svo gott sem úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-4 tap á móti georgíska liðinu Dinamo Tbilisi á KR-vellinum í gærkvöldi.

KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu en Georgíumennirnir jöfnuðu fyrir hálfleik og skoruðu síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfeiknum.

Það var ljóst að KR-liðið saknaði fyrirliða síns Bjarna Guðjónssonar í þessum leik og þá var eins og orkubyrgðir leikmanna liðsins væru búnar í seinni hálfleiknum enda hefur verið mikið leikjaálag á Vesturbæingum síðustu vikur.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á KR-vellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×