Fótbolti

FH-banarnir unnu 3-0 sigur á Häcken

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stoke-maðurinn Jonathan Walters í leiknum í kvöld.
Stoke-maðurinn Jonathan Walters í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Portúgalska liðið CD Nacional Madeira vann 3-0 sigur á sænska liðinu Häcken í Evrópudeildinni í kvöld og er í góðum málum fyrir seinni leikinn.

CD Nacional Madeira komst áfram í síðustu umferð eftir 2-0 heimasigur á FH en portúgalska liðið slapp með 1-1 jafntefli úr Kaplakrikanum í fyrri leiknum.

CD Nacional skoraði öll mörkin sín í kvöld í fyrri hálfleik, Luís Alberto skoraði fyrsta markið á 13. mínútu og Mateus bætti síðan við tveimur mörkum fyrir hlé. Luís Alberto skoraði einnig í seinni leiknum á móti FH.

Ensku liðin Fulham og Stoke voru einnig í eldlínunni í kvöld. Fulham gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti RNK Split frá Króatíu og Jonathan Walters tryggði Stoke 1-0 heimasigur á króatíska liðinu Hajduk Split.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×