Fótbolti

Boateng bræður mætast í beinni í München í dag

Mark Van Bommel með sigurlaunin í Audi Cup árið 2009, þá fyrirliði Bayern München.
Mark Van Bommel með sigurlaunin í Audi Cup árið 2009, þá fyrirliði Bayern München. Nordic Photos/AFP
Heimamenn í Bayern München taka á móti ítölsku meisturunum AC Milan á Allianz-vellinum á Audi Cup síðdegis í dag. Í hinum leik keppninnar mætast Evrópumeistarar Barcelona og Suður-Ameríkumeistarar árið 2010 Internacional.

Audi Cup er tveggja daga æfingamót en leikið er í dag og á morgun. Sigurvegarar úr leikjum dagsins mætast í úrslitaleik á morgun en tapliðin leika um þriðja sætið.

Í fyrri viðureigninni mætir Barcelona argentínska liðinu Internacional. Skærasta stjarna Internacional er hinn örvfætti Andres D'Alessandro sem gerði frægan með Wolfsburg um árið. Að telja eina stjörnu Barcelona upp fram yfir aðra væri móðgun við leikmenn liðsins enda stjörnur í öllum stöðum.

Í síðari viðureign dagsins mætast Bayern München og AC Milan. Allar líkur eru á því að Jerome Boateng leiki sinn fyrsta leik fyrir Bæjara en bróðir hans Kevin-Prince Boateng er leikmaður AC Milan. Þá kemur Mark Van Bommel aftur á sinn gamla heimavöll.

Stöð 2 Sport í dag

16.05 Barcelona - Internacional

18.20 Bayern München - AC Milan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×