Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar 23. júlí 2011 18:30 Sérsveitarmenn komu á eyjuna og yfirbuguðu byssumanninn. Hér sést hvar ungmenni fela sig fyrir árásarmanninum. Mynd/AFP Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira