Hryðjuverk í Útey

Fréttamynd

Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr ein­angrun

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Sendu hjarta­hlý skila­boð eftir meinta skipu­lagningu hryðju­verka

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður fluttur úr Þelamerkurfangelsinu og í Hringaríkisfangelsið innan skamms.

Erlent
Fréttamynd

Breivik sækist eftir reynslulausn

Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut.

Erlent
Fréttamynd

„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“

Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist innblásinn af Anders Breivik

Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017.

Erlent
Fréttamynd

Löng og átakanleg áminning

Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar. Hann nær þó ekki fyrri hæðum í afgreiðslu sinni á voðaverkunum í Útey árið 2011.

Gagnrýni
Fréttamynd

Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól

Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri.

Erlent
Fréttamynd

Skrímsli verður til

Ótrúlega mögnuð og merkileg bók, sorgleg, óhugnanleg og hræðileg en samt ómögulegt að leggja hana frá sér. Bók sem breytir fólki.

Gagnrýni