Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni 23. júlí 2011 12:03 Breivik skaut á fólk sem reyndi að synda í burtu. Mynd/AFP/Vísir Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira