Fótbolti

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul skorar markið sitt um síðustu helgi.
Raul skorar markið sitt um síðustu helgi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn bauð í Raul í gær en þessi, fyrrum stjörnuleikmaður Real Madrid, vildi ekki fara þangað. Það hafa líka farið sögur af óánægju Raul hjá Schalke en hann fagnaði sem dæmi lítið sem ekkert þegar hann skoraði frábært mark í 5-1 sigri á Köln um síðustu helgi.

Raul er með samning við Schalke til ársins 2012 en hann hafnaði því í sumar að fá sæti í stjórn þýska félagsins. Raul hefur ennfremur ekki verið sáttur með þær hömlur sem nýi þjálfarinn, Ralf Rangnick, hefur sett á hans leik og það búast því allir við að Schalke selji hann, komi tilboð og félag sem bæði klúbburinn og leikmaðurinn sætta sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×