Viðskipti innlent

44 ár að skipta upp dánarbúi

Valur Grettisson skrifar
Vatnsendi. Myndin er úr safni.
Vatnsendi. Myndin er úr safni.

Hæstiréttur féllst í dag á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, en Þorsteinn var skattakóngur í ár. Búið hefur legið óskipt í 44 ár.



Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld í ár en meðal auðæfa Þorsteins er landið Vatnsendi, sem Sigurður Kristján átti og arfleiddi syni sínum árið 1967.



Það er fjölskylda Sigurðar sem stefnir Þorsteini og fleirum í málinu en deilt var um það hvort skiptum á búinu væri lokið.



Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að búinu væri enn óskipt, en Hæstiréttur snéri þeim dómi og leggur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að skipa skiptastjóra á búinu og ljúka skiptum samkvæmt lögum.



Nánar má fræðast um forsögu málsins hér.



Leiðrétting: Fram kom í frétt Vísis í gær að hugsanlega þyrfti Þorsteinn að endurgreiða hagnað af jörðinni Vatnsenda yrði komist að þeirri niðurstöðu að landið tilheyrði öðrum erfingja. Hið rétta er að jörðin er ekki lengur í dánarbúinu og því ekki hluti af deilunni. Leiðréttist það hér með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×