Fótbolti

Keita spilar með landsliðinu eftir 20 mánaða fjarveru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Keita var valinn maður leiksins í 5-0 sigrinum á Napolí fyrir skemmstu.
Keita var valinn maður leiksins í 5-0 sigrinum á Napolí fyrir skemmstu. Nordic Photos / Getty Images
Seydou Keita, miðjumaður Barcelona, hefur verið valinn í landsliðshóp Malí í fyrsta skipti í 20 mánuði. Malí mætir Grænhöfðaeyjum í undankeppni Afríkukeppninnar á laugardag.

Keita hefur ítrekað neitað boðum um að spila með landsliðinu undanfarna 20 mánuði. Hann hefur líst yfir óánægju sinni með umgjörðina hjá landsliðinu og lagt áherslu á feril sinn hjá félagsliði sínu, Barcelona.

Keita hefur leikið 62 landsleiki fyrir Malí en verið fjarverandi frá janúar 2010. Alain Giresse, landsliðsþjálfari Malí, virðist hafa tekist að telja Keita hughvarf en Malí kemst á topp riðils síns með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×