Líkir kvótafrumvarpinu við Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. ágúst 2011 15:52 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmanneyjum. Verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umsögn bæjarráðs Vestmannaeyjar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni aflaheimildir í Vestmanneyjum skerðast um níu þúsund þorskígildistonn á næstu fimmtán árum eða um 15 prósent. Bæjarráð telur ólíklegt að útgerðarfyrirtækin endurleigi tapaðar heimildir úr fyrirhuguðum leigupottum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda sé fjárhagslegur ábati vandséður í þeim viðskiptum. Að mati bæjarráðs munu um 100 manns, sem starfa við veiðar og vinnslu, missa vinnuna og með afleiddum störfum má gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist. Forsendur á annað hundrað fjölskyldna fyrir búsetu í Eyjum bresta eins og rökstutt er í álitinu. Ekki verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema ef til vill eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627. Þá segir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar að tekjutap bæjarsjóðs verður hinsvegar mikið, jafnvel þótt eingöngu sé litið til útsvarsgreiðslna. Útsvarsgreiðslur muni lækka um 160 milljónir sem sé meira en rekstur allrar félagsþjónustunnar í sveitarfélaginu kosti á ársgrundvelli. Heimaeyjargosið 1973 Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Byggðamál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umsögn bæjarráðs Vestmannaeyjar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni aflaheimildir í Vestmanneyjum skerðast um níu þúsund þorskígildistonn á næstu fimmtán árum eða um 15 prósent. Bæjarráð telur ólíklegt að útgerðarfyrirtækin endurleigi tapaðar heimildir úr fyrirhuguðum leigupottum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda sé fjárhagslegur ábati vandséður í þeim viðskiptum. Að mati bæjarráðs munu um 100 manns, sem starfa við veiðar og vinnslu, missa vinnuna og með afleiddum störfum má gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist. Forsendur á annað hundrað fjölskyldna fyrir búsetu í Eyjum bresta eins og rökstutt er í álitinu. Ekki verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema ef til vill eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627. Þá segir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar að tekjutap bæjarsjóðs verður hinsvegar mikið, jafnvel þótt eingöngu sé litið til útsvarsgreiðslna. Útsvarsgreiðslur muni lækka um 160 milljónir sem sé meira en rekstur allrar félagsþjónustunnar í sveitarfélaginu kosti á ársgrundvelli.
Heimaeyjargosið 1973 Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Byggðamál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira