Keflvíkingar hafa samið við annan bandarískan leikmann en þegar var búið að ganga frá samningum við miðherjann Jarryd Cole. Nýi maðurinn heitir Charles Parker og er bakvörður.
Parker er 26 ára gamall og lék með Millersville University í bandaríska háskólaboltanum. Hann reyndi að komast í gegnum nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2008 en var ekki valinn. Þess í stað samdi hann við lið í Los Angeles og lék eitt ár í NBA D-League.
Fram kemur á karfan.is að báðir leikmenn eru komnir til landsins og byrjaðir að æfa með liðinu.
Körfubolti