Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Erla Hlynsdóttir skrifar 5. september 2011 18:37 Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira