Pálmi Rafn skoraði í tapleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2011 19:29 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira