Fótbolti

Bara tveir miðverðir leikfærir hjá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Younes Kaboul.
Younes Kaboul. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, má ekki við fleiri meiðslum í miðvarðarhópi sínum því aðeins tveir miðverðir eru leikfærir fyrir leik Tottenham á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni á  White Hart Lane á morgun.

Þeir Sebastien Bassong og Younes Kaboul eru einir eftir en Kaboul er búinn að spila allar 630 mínútur Tottenham-liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Bassong hefur hinsvegar aðeins spilaði í 69 mínútur í fyrstu sjö leikjum liðsins í deildinni.

Ledley King meiddist á nára í jafnteflinu á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og bættist því á meiðslalistann þar sem fyrir voru Michael Dawson (hásin), Vedran Corluka (fótur) og William Gallas (kálfi).

Tottenham hefur náð í fjögur stig af sex mögulegum í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið fylgdi á eftir markalausu jafntefli á móti PAOK Thessaloníki með því að vinna 3-1 heimasigur á Shamrock Rovers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×