Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2011 20:40 Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson. Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld. Hjörtur Hrafn Einarson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes var með 16 stig. Ungu strákarnir Ólafur Helgi Jónsson (12 stig) og Elvar Friðriksson (11 stig) vöktu líka athygli fyrir flotta frammistöðu. Igor Tratnik var yfirburðarmaður hjá Val með 22 stig og 9 fráköst. Njarðvíkurliðið tók frumkvæðið í byrjun og var 30-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem fimm leikmenn liðsins voru að skora fjögur stig eða meira. Njarðvíkingar byggðu ofan á góðan fyrsta leikhluta með því að skora sjö fyrstu stig annars leikhluta og komast sextán stigum yfir, 37-21. Njarðvíkurliðið var síðan komið með 17 stiga forskot í hálfleik, 52-35. Igor Tratnik skoraði 16 af 35 stigum Valsliðsins í fyrri hálfleik en lítið gekk hjá bandarísku leikmönnum liðsins. Elvar Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 11 stig en Bandaríkjamennirnir Cameron Echols og Travis Holmes voru báðir komnir með 10 stig. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir í 63-37 áður en þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru því aðeins formsatriði fyrir gestina úr Njarðvíkunum.Valur-Njarðvík 63-92 (21-30, 14-22, 5-23, 23-17)Valur: Igor Tratnik 22/9 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/9 fráköst, Curry Collins 6, Alexander Dungal 6/6 fráköst, Bergur Ástráðsson 4, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 3, Austin Magnus Bracey 3, Darnell Hugee 2.Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Cameron Echols 12/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 4/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Óli Ragnar Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld. Hjörtur Hrafn Einarson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes var með 16 stig. Ungu strákarnir Ólafur Helgi Jónsson (12 stig) og Elvar Friðriksson (11 stig) vöktu líka athygli fyrir flotta frammistöðu. Igor Tratnik var yfirburðarmaður hjá Val með 22 stig og 9 fráköst. Njarðvíkurliðið tók frumkvæðið í byrjun og var 30-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem fimm leikmenn liðsins voru að skora fjögur stig eða meira. Njarðvíkingar byggðu ofan á góðan fyrsta leikhluta með því að skora sjö fyrstu stig annars leikhluta og komast sextán stigum yfir, 37-21. Njarðvíkurliðið var síðan komið með 17 stiga forskot í hálfleik, 52-35. Igor Tratnik skoraði 16 af 35 stigum Valsliðsins í fyrri hálfleik en lítið gekk hjá bandarísku leikmönnum liðsins. Elvar Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 11 stig en Bandaríkjamennirnir Cameron Echols og Travis Holmes voru báðir komnir með 10 stig. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir í 63-37 áður en þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru því aðeins formsatriði fyrir gestina úr Njarðvíkunum.Valur-Njarðvík 63-92 (21-30, 14-22, 5-23, 23-17)Valur: Igor Tratnik 22/9 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/9 fráköst, Curry Collins 6, Alexander Dungal 6/6 fráköst, Bergur Ástráðsson 4, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 3, Austin Magnus Bracey 3, Darnell Hugee 2.Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Cameron Echols 12/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 4/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Óli Ragnar Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira