Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar 9. nóvember 2011 13:13 Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.1. Anthony Elonis komst að því að konan var að halda framhá honum. Eftir að hún fór tók hann til við að birta á Facebook allskonar brjálæðislega statusa. Þeir voru nógu brjálæðislegir til þess að FBI fékk strax áhuga á honum. Á skömmum tíma var hann búinn að hóta fjölmörgum sem stóðu honum nærri. Hann hótaði konunni fyrrverandi, fyrrverandi vinnuveitenda sínum og hann hótaði líka FBI fulltrúa sem hafði haft samband. Steininn tók svo úr þegar hann hótaði því að ráðast á skólabörn. Elonis var handtekinn og reyndi að halda því fram að statusarnir á Facebook hefðu aðeins verið brot úr rapptextum sem hann hefði verið að semja. Kviðdóminum í máli hans leist ekki á þær skýringar og nú á hann yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.2. Keeley Hougton lagði fæð á Emily Moore í fjögur ár. Hún olli tjóni á heimili hennar og réðst á hana í félagi við tvo vini sína. Það var hinsvegar ekki fyrr en hún birti status á Facebook að lögreglan fór í málið. Eftir að hafa birt status þar sem hún hótaði að drepa Moore varð Hougton fyrsti Englendingurinn sem dæmdur var í fangelsi vegna eneltis á Internetinu. Hún fékk þriggja mánaða dóm árið 2009.3. „Hefur einhver spáð í því að spenna á sig sprengjubelti, labba inn á löggustöð og sprengja draslið í loft upp?“ Montigo Arrington spurði þessarar spurningar í Facebook status. Skömmu síðar bankaði lögreglan upp á. Hann situr enn í fangelsi, reyndar vegna þess að löggan fann barnaklám í tölvunni hans.4. Hazel Cunningham var á alls kyns bótum sökum fátæktar en hún sagðist vera einstæð móði og atvinnulaus að auki. En þegar starfsmenn félagsmálastofnunar kíktu á Facebook síðuna hennar sáu þeir nokkrar myndir. Myndirnar sýndu Cunningham og börn hennar í dýrindis reisu sem þau fóru í til Tyrklands og aðrar myndir sýndu brúðkaup hennar og eiginmannsins (sem hún sagðist ekki eiga) og brúðkaupsferðina sem þau fóru í til Barbados. Hún var skömmu síðar dæmd í 150 daga fangelsi og til þess að borga bænum fimmtán þúsund pund til baka.5. Ekki segja Internetinu að þú hafi rænt konu...sérstaklega ekki ef það er ekki satt. Douglas Martin lenti í þessu. Löggan bankaði upp á honum og tók skýringar hans gildar þegar hann sagði að hann væri að skrifa skáldsögu og að statusinn á Facebook hefði verið hluti af því ferli. Lögreglumennirnir voru hinsvegar ekki til í að hlusta á að öll eiturlyfin sem fundust heima hjá honum hefðu einnig verið hluti af sama ferli. Hann hefur nú verið ákærður og bíður dóms. Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.1. Anthony Elonis komst að því að konan var að halda framhá honum. Eftir að hún fór tók hann til við að birta á Facebook allskonar brjálæðislega statusa. Þeir voru nógu brjálæðislegir til þess að FBI fékk strax áhuga á honum. Á skömmum tíma var hann búinn að hóta fjölmörgum sem stóðu honum nærri. Hann hótaði konunni fyrrverandi, fyrrverandi vinnuveitenda sínum og hann hótaði líka FBI fulltrúa sem hafði haft samband. Steininn tók svo úr þegar hann hótaði því að ráðast á skólabörn. Elonis var handtekinn og reyndi að halda því fram að statusarnir á Facebook hefðu aðeins verið brot úr rapptextum sem hann hefði verið að semja. Kviðdóminum í máli hans leist ekki á þær skýringar og nú á hann yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.2. Keeley Hougton lagði fæð á Emily Moore í fjögur ár. Hún olli tjóni á heimili hennar og réðst á hana í félagi við tvo vini sína. Það var hinsvegar ekki fyrr en hún birti status á Facebook að lögreglan fór í málið. Eftir að hafa birt status þar sem hún hótaði að drepa Moore varð Hougton fyrsti Englendingurinn sem dæmdur var í fangelsi vegna eneltis á Internetinu. Hún fékk þriggja mánaða dóm árið 2009.3. „Hefur einhver spáð í því að spenna á sig sprengjubelti, labba inn á löggustöð og sprengja draslið í loft upp?“ Montigo Arrington spurði þessarar spurningar í Facebook status. Skömmu síðar bankaði lögreglan upp á. Hann situr enn í fangelsi, reyndar vegna þess að löggan fann barnaklám í tölvunni hans.4. Hazel Cunningham var á alls kyns bótum sökum fátæktar en hún sagðist vera einstæð móði og atvinnulaus að auki. En þegar starfsmenn félagsmálastofnunar kíktu á Facebook síðuna hennar sáu þeir nokkrar myndir. Myndirnar sýndu Cunningham og börn hennar í dýrindis reisu sem þau fóru í til Tyrklands og aðrar myndir sýndu brúðkaup hennar og eiginmannsins (sem hún sagðist ekki eiga) og brúðkaupsferðina sem þau fóru í til Barbados. Hún var skömmu síðar dæmd í 150 daga fangelsi og til þess að borga bænum fimmtán þúsund pund til baka.5. Ekki segja Internetinu að þú hafi rænt konu...sérstaklega ekki ef það er ekki satt. Douglas Martin lenti í þessu. Löggan bankaði upp á honum og tók skýringar hans gildar þegar hann sagði að hann væri að skrifa skáldsögu og að statusinn á Facebook hefði verið hluti af því ferli. Lögreglumennirnir voru hinsvegar ekki til í að hlusta á að öll eiturlyfin sem fundust heima hjá honum hefðu einnig verið hluti af sama ferli. Hann hefur nú verið ákærður og bíður dóms.
Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira